Íslandrover klúbburinn samanstendur af fólki sem velur bíla sem eiga sér arfleifð. Ennfremur njóta þeir samvista við hvern annan og sýna Roverana sína hverjum sem vilja sjá.
Íslandrover heldur úti veglegri dagskrá yfir árið, eitthvað fyrir alla. Hér á síðunni má sjá hvað er á döfinni og kynna sér starfsemi klúbbsins.
Við leggjum áherslu á öryggi og undirbúning í ferðum okkar. Vinsamlega athugaðu hvort ferðin sem þú vilt fara í hentar þínum bíl.
Dagana 12.-13. júlí næstkomandi verður sumarhátið Íslandrover haldin með pompi og prakt í Djúpadal. Við vonumst eftir sem flestum félögum á staðinn. Njótum saman.
Ekki er ákveðið að þessu sinni hvert verður haldið. Haustferðir klúbbsins hafa hins vegar verið hinar skemmtilegustu. Á þessum tíma skartar landslag sínu fegursta.
Aðalfundur er ársuppgjör klúbbsins, horft yfir árið og stefnan sett fyrir það nýja.
Íslandrover er félagsskapur sem skapar tengsl. Í ferðum um landið hafa orðið til skemmtilegar sögur og það eru til þúsundir mynda.
Lagt var af stað í blíðviðri frá Olis við Rauðavatn kl. 9:03 og ekið sem leið lá að Tungufelli í Hrunamannahreppi þar sem farið var inn á afrétt Hrunamanna rétt austan Hvítár. Þar bættust fleiri í hópinn og héldu alls 12 bílar með tæplega 30 manns og tvo hunda innanborðs áfram för. Áfram var haldið […]
Geta þeirra á fjöllum ber af og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að það falli á fínheitin. Eignaðist þennan bíl nýjan í sumar (2025) Defender 110 eftir að hafa haft efasemdir um að þessi Rover hentaði mínum áhugamálum. Reynsluakstur sannfærði mig þó um að þetta væri áhugaverður kostur. Eins og vitað var fer […]
Sumarhátíðin var að þessu sinni haldin í Djúpadal í Reykhólahreppi dagana 12.-13. júlí. Bílarnir voru að tínast á svæðið á föstudeginum og fólk að koma sér fyrir í smáhýsum, hjólhýsum, fellihýsum, pallhýsum, tjaldvögnum eða tjöldum. Veðrið lék við okkur allan tímann, hlýtt og sól öðru hvoru en skýjað á milli. Á laugardeginum var farinn hefðbundin […]
Fylltu út formið hér að neðan. Við sendum svo greiðsluseðil í heimabanka.