Sumarhátíð Íslandrover 2025

Sumarhátíð Íslandrover 2025

20250712_113956

Sumarhátíðin var að þessu sinni haldin í Djúpadal í Reykhólahreppi dagana 12.-13. júlí.

Bílarnir voru að tínast á svæðið á föstudeginum og fólk að koma sér fyrir í smáhýsum, hjólhýsum, fellihýsum, pallhýsum, tjaldvögnum eða tjöldum.

Veðrið lék við okkur allan tímann, hlýtt og sól öðru hvoru en skýjað á milli. Á laugardeginum var farinn hefðbundin ferð um nágreinið, ekið yfir Hjallaháls, inn Þorskafjörð og að Reykhólum þar sem komið var við á bænum Grund og skoðað safn uppgerðra traktora og Land Rover bíla.

Þaðan var haldið á Seljanes og skoðað merkilegt safn gamalla bíla og margvíslegra hluta. Því næst héldu flestir heim á tjaldsvæði.

Land Rover leikarnir voru haldnir þar sem keppt var í  reimakasti og dynamokasti samkvæmt Boccia reglum.

Því næst var farið að hita upp Land Rover grillið og í framhaldinu var sameiginlegur kvöldverður í skemmunni í Djúpadal. Eftir matinn var spjallað um allt mögulegt tengt Land Rover.

Á sunnudeginum var svo pakkað saman og flestir héldu heim á leið.

Texti og myndir: Árni Árnason

admin

admin

20/07/2025

Við erum hér:

Skráning í Íslandrover

Fylltu út formið hér að neðan. Við sendum svo greiðsluseðil í heimabanka.