Um Íslandrover

Íslandrover

Ferðirnar á Land Rover um landið

Kæru félagar,

Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir að vera hluti af Íslandrover – öflugum og vaxandi Roverklúbbi þar sem áhersla er lögð á góðan félagsskap, öruggan akstur og ævintýri í íslenskri náttúru. Markmið klúbbsins er að sameina áhugafólk um Landrover bifreiðar, efla kunnáttu og virðingu fyrir landinu sem við ökum um, og skapa vettvang fyrir jákvæða og uppbyggilega samveru.

Við leggjum ríka áherslu á öryggi, samvinnu og gleði í hverri ferð. Hvort sem við erum að brjótast yfir ár eða grilla saman í lok dags, þá skiptir mestu að við höldum hópinn og njótum – með bros á vör og vinalegu viðhorfi.

Áfram Íslandrover – áfram góð ferðalög!

Bjarni Sigurðsson

Formaður

Fundargerð aðalfundar 2024

Kjörorð Íslandrover

Íslandrover – við komum saman til að njóta samveru, skapa skemmtilegar stundir og kanna landið okkar á allskyns Roverum. Við ökum saman um fjöll og firnindi, förum yfir vötn og vegleysur með bros á vör, hjálpumst að þegar á þarf að halda og leggjum alltaf áherslu á öryggi, virðingu og jákvætt viðhorf. Hvort sem við erum á ferð í sól, rigningu eða snjó, þá er félagsskapurinn, ferðagleðin og sú upplifun sem við deilum það sem skiptir mestu máli.

Íslandrover

Íslandrover ferð í Bása 2023

Roverferðir

Árni Árnason

Ferðin hófst við Olís í Norðlingaholti þar sem hópur Íslandrover-manna kom saman og hélt af stað í átt að Hvolsvelli. Þaðan var haldið að Drumbabót þar sem staldrað var við og svæðið skoðað. Næsti viðkomustaður var Gluggafoss í Fljótshlíð, þar sem náttúran tók á móti hópnum í allri sinni dýrð.

Frá Gluggafossi ók hópurinn áfram að Básum í Goðalandi. Þar var stutt stopp í votviðri áður en haldið var í grillveislu að Völlum II. 

2024-2025

Sjórnarfólk

Í aðalstjórn eru skipaðir, formaður, ritari og gjaldkeri. Aðalstjórn er skipuð 6 mönnum til eins árs og varastjórn er skipuð 2 mönnum til eins árs.

Formaður

Bjarni Sigurðsson

Range Rover 2005

Gjaldkeri

Pétur Emil Júlíus Gunnlagsson

Defender 2005

Ritari

Davið Garðarsson

Range Rover 2000

2024-2025

Meðstjórnendur

Hrannar Ingi Óttarsson

Norðurland

Árni Árnason

Meðstjórnandi

Jón Valgeir Kristensen

Meðstjórnandi

Skráning í Íslandrover

Fylltu út formið hér að neðan. Við sendum svo greiðsluseðil í heimabanka.